Orkusokkarnir hafa slegið í gegn!
Orkusokkarnir eru þrýstingssokkar fyrir þá sem eru með bjúg eða bólgur og finna fyrir miklum óróleika í fótum. Orkusokkarnir eru hnéháir og teygjanlegir þrýstingssokkar sem hjálpa að auka blóðflæði í bláæðum og sogæðakerfi fótleggja og draga úr bjúgmyndun.
Orkusokkarnir eru jafnt fyrir fólk sem stundar mikla hreyfingu eða er oft í kyrrstöðu (s.s. vinnu). Orkusokkana má einnig nota til að fyrirbyggja þreytu og fótaóeirð
Einlitu eru með 10-20mmHg þrýsting sem er mildur og hentar betur fyrir þá sem þola ekki mikinn þrýsting.
Marglituðu eru með 20-30mmHg þrýsting sem er töluvert meiri og virka betur gegn bjúg og alvarlegum fótaóeirðum.
Ráðleggjum eindregið að leita til síns læknis til að fá að vita hvort þrýstingssokkarnir henta viðkomandi áður en þeir eru keyptir.
Stærðir:
S/M ca .36-41 og kálfa ummál 23-38cm
L/XL ca. 41-47og kálfa ummál 35.5-48cm
Efni: 80% Nylon, 15% Bómull og 5% Spandex.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á Orkusokkar.is