Skilmálar

NETVERSLUN / SENDINGAR

Netverslun og flutningskostnaður
Það er ókeypis heimsending ef verslað er yfir 15.000kr, annars verður flutningskostnaður lagður ofan á pöntun.
Skilaréttur í netverslun
Kaupandi hefur 14 daga skilafrest að því tilskildu að varan sé ónotuð, merkt og í upprunalegu umbúðunum. Hægt er að skipta yfir í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
Skil á nærbuxum og undirfatnaði er undantekning frá skilarétt en samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu má ekki skila né skipta nærbuxum eða sokkabuxum þar sem insigli er rofið. Það er ekki heimilt að skila útsöluvöru.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef onfangreind skilyrði eru uppfyllt.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber viðkomandi að borga undir pakkann ef hann ætlar að skila vörunni póstleiðis og senda beint í verslun undir kt. 6009012730.
Hægt er að senda vöruna til baka eða koma með hana í NoName á Garðatorgi 4.
Skilafrestur í verslun.
Skilafresturinn í verslun er einnig 14 dagar, ef posakvittun er til staðar og varan er í upprunalegum umbúðum og sé hægt að bera aftur til sölu. Það er líka hægt að skipta yfir i aðra vöru eða fá inneignarnótu.
Afhendingartími í Netverslun og verslun.
Afhendingartími innanalands er ca 2-4 virkir dagar, en fer eftur álagi hjá sendingaraðila sem er Pósturinn og DROPP. Ef verslað er undir 15.000 kr greiðir viðtakandi flutningsgjald og getur valið um að sækja á pósthús eða fá sent heim, athugið verðskrá póstsins.
Fyrir erlendar pantanir bætist við auka kostnaður sem fer eftir gjaldskrá Póstsins.
Greiðslur
Bjóðum upp á Visa og Mastercard kreditkorta greiðslu í gegnum örugga greiðslugátt Kortaþjónustunnar (Korta.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
Hægt að versla í netsölu og einnig hringja og panta þannig og ganga frá með símagreiðslu.
Síminn okkar er 533-2223

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.